Síðan 2008 hefur Gagnavarslan skuldbundið sig til að bjóða bestu gæði í varðveislu gagna með því að fylgja gildandi stöðlum og vinna samkvæmt bestu viðteknum venjum á hverjum tíma. 

Aðalmarkmið okkar er að veita viðskiptavinum okkar bestu mögulegu þjónustu með því að vera stöðugt að bæta þjónustuna.

Gagnavarslan tryggir viðskiptavinum sínum að öll öryggisviðmið séu virt og að skjölin þín séu varðveitt í öruggu umhverfi.

Gæði

  • Við vinnum í samræmi við gildandi staðla um skjala- og gagnastjórnun

  • Verkferlar eru í samræmi við gildandi kröfur í ISO stöðlum.

  • Þjálfun starfsmanna miðar að því að veita sem besta þjónustu.

  • Við sjáum um vöktun á aðgangi og vörslu.





Öryggi

  • Öruggt sérhæft geymsluhúsnæði fyrir skjöl og önnur gögn.

  • Vaktaðar öryggismyndavélar (2019 Q1) í húsnæði.

  • Vaktaðar bruna- og öryggisvarnir í húsnæði.

  • Vaktaðar hita- og raka stýringar í húsnæði.

  • Regluleg vöktun hugsanlegra meindýra.

Trúnaður

  • Trúnaðarskuldbinding um gögn í vörslu.

  • Einstök strikamerking fyrir hverja skráningu.

  • Tilviljunarkennd röðun geymslueininga í húsnæði - dulkóðuð uppröðun gagna.

  • Örugg aðgangsstýring að gagnagrunni og að húsnæði.

  • Trúnaðaryfirlýsing starfsfólks.

Gögnin þín eru í öruggum höndum hjá okkur.