Tæknin þróast hratt og gerir okkur kleift að fá upplýsingar frá öllum heimshornum innan skamms tíma. Með örum breytingum koma nýjar áskoranir sem meðal annars varða það hvaða upplýsingar þú vilt nálgast og hvaða upplýsingar þú vilt veita með tilliti til öryggis, trúnaðar, kostnaðar og skuldbindingar.

Nauðsynlegt er að meðhöndla og hafa stjórn á upplýsingum frá rekstrinum þínum. Það er bæði nauðsynlegt fyrir viðskiptavini þína en ekki síður hvað varðar lagalega ábyrgð starfseminnar þinnar fyrir því hvernig upplýsingar eru meðhöndlaðar, t.d. löggjöf Evrópusambandsins um General Data Protection Regulation (GDPR) og innlendar reglur um vernd og meðhöndlun persónuupplýsinga.

Starfsfólk okkar státar að umfangsmikilli þekkingu og reynslu á flokkun, skráningu og varðveislu áþreifanlegra gagna. Við getum aðstoðað þig með því að taka út og veita ráðgjöf um heildarstefnu fyrirtækisins eða stofnunarinnar sem varðar skjalastjórnun.

Nýttu þér sérþekkingu okkar:

  • Kannaðu hvort starfsemi þín sé reiðubúin því að taka við því umfangi upplýsinga sem eru meðhöndlaðar innan fyrirtækisins.

  • Notaðu rétta nálgun og rétt verkfæri til að takast á við verkefni og nýttu tækifærin.

  • Tryggðu aðgengi starfsfólks að réttum gögnum.

  • Minnkaðu áhættu við meðhöndlun og stjórn á upplýsingum.

  • Sjáðu til þess að starfsemin fullnægi lagaáskilnaði um meðhöndlun upplýsinga.

    Starfsfólk Gagnavörslunar skilur nauðsyn þess að setja reglur um skjalastjórnun. Það er mikilvægt að skilgreina hvaða ábyrgð hvílir á eigendum upplýsinga og hvað þurfi að gera til að lágmarka áhættuna á upplýsingaleka.