Líftími gagna er misjafn. Í flestum tilvikum er mögulegt að eyða áþreifanlegum gögnum fljótlega eftir móttöku þeirra, t.d. þar sem nóg er að varðveita eingöngu rafrænt eintak af frumritinu.
Stundum getur líftími gagna verið háður lagalegum skilyrðum, til dæmis í tiltekinn árafjölda. Í öllum tilvikum er nauðsynlegt að gæta þess að trúnaðarskjölum sé fargað með öruggum hætti.
Við skiljum mikilvægi trúnaðarskjala og gagna og hversu mikilvægt það er að gögn komist ekki í hendur utanaðkomandi aðila. Af þeirri ástæðu tökum við að okkur að farga gögnum á áreiðanlegan og öruggan hátt.
Gagnaförgun okkar er örugg, skilvirk og árangursrík, hvort sem hún er gerð frá okkar húsnæði eða frá starfsstöð þinni.
Hafðu samband við okkur til að komast að því hvernig við getum aðstoðað þig.